Verkefni
- Bótamál
- Fjölskyldumál
- Erfðaskrár
- Kaupmálar
- Hjónaskilnaðir
- Slit á óvígðri sambúð
- Umgengnismál
- Forsjármál
- Fjárslitamál
- Dánarbú
- Fasteignagallamál
- Sakamál
- Réttargæsla
- Landamerkjamál
- Hagsmunagæsla vegna eignarnáms
- Þjóðlendumál
- Gjaldþrotaskipti
- Stjórnsýsla
- Vinnuréttur
- Málflutningur
- Stofnun fyrirtækja
- Álitsgerðir
- Samningsgerð
- Einkaleyfi og vörumerki
- Verktaka- og útboðsréttur
- Persónuvernd
- Starfsmannamál
- Gjaldþrotaskipti
Að meginstefnu til skiptast lögbrot í einkamálaréttarfar og sakamálaréttarfar.
Einkamál eru þau mál sem einstaklingar eða lögaðilar höfða á hendur öðrum einstaklingum eða lögaðilum.
Dæmi um einkamál geta verið mál vegna eftirstöðva á skuld, vegna galla í fasteign eða lausafé, vegna slysa og skaðabóta, deilur um landamerki o.þ.h.
Einkamál eru í flestum tilfellum höfðuð með útgáfu stefnu, sem birta þarf fyrir viðkomandi aðila af stefnuvotti og er svo í framhaldinu þingfest á reglulegu dómþingi þess Héraðdómstóls sem þau atvik sem deilt er um tilheyra.

Sakamál eru þau mál sem lögreglan, ákæruvaldið, eða önnur yfirvöld höfða á hendur einstaklingum eða lögaðilum. Þau mál sem tilheyra þessum flokki eru t.a.m skattalagabrot, ölvunarakstur, ofbeldi hvers konar, fjárdráttur, þjófnaður og fleiri brot gagnvart almennum hegningarlögum nr. 19/1940.
í þessum málum er það ávallt fulltrúi ákæruvalds sem höfðar málið. sá sem málið er höfað gegn er þá sakborningur og hefur hann rétt á lögmanni sem þá er nefndur verjandi. Ef ákæruvaldinu tekst ekki að sanna sök greiðist kostnaður verjandans úr ríkissjóði.
Sá sem brotið er gegn, t.d. verður fyrir ofbeldi er ekki aðili sakamálsins, heldur er hann vitni. Hann getur hins vegar haft uppi einkaréttarlega kröfur í sakamálinu og getur í mörgum tilfellum átt rétt á réttargæslumanni, sem er lögmaður og greiðist kostnaður hans úr ríkissjóði.

Það er langt því frá þannig að öll vinna lögmanna fari fram í réttarsölum, þó það virðist svo í amerískum bíómyndum.
Stærsti hluti vinnu lögmanna fer í að skrifa ýmiskonar samninga og skjöl, lögfræðilegar álitsgerðir og þess háttar.
Algengt er að fyrirtæki og sveitarfélög óski eftir áliti lögmanns á fyrirhugðum framkvæmdum sínum og eða rétti sínum gagnvart starfsfólki.
Þá er einnig algengt að einstaklingar sem hyggjast ganga í hjónaband fái lögmann til þess að útbúa kaupmála og eða erfðaskrá.
Lögmenn útbúa einnig skilnaðarsamkomulag við hjónaskilnaði og ýmiskonar samninga fyrir félög og einstaklinga í atvinnurekstri, ábyrgðarskilmála ofl.

